Start

HVAÐ er leikari?

Leiklistarbraut Norræna lýðaskólans býður upp á krefjandi, spennandi og fjölbreytt nám í leiklist og sérhæfir sig í tækni leikarans. Markmið námsins er að veita nemendum yfirgripsmikla þekkingu og þjálfun í sviðslistum og auka vídsýni þeirra. Námið miðar að því að skila af sér skapandi og forvitnum einstaklingum sem nálgast viðfangsefni sín með rannsakandi huga og eru tibúnir til ad taka frumkvæði sem skapandi listamenn.

Nemendur öðlast fræðilegan og hugmyndafræðilegan bakgrunn til að takast á við listrænar og samfélagslegar spurningar á eigin forsendum. Um leið er mikil áhersla lögð á að nemendur læri að vinna í hóp, að þeir kynnist gleðinni sem fylgir sameiginlegum sköpunarkrafti og að þeir temji sér að bera virðingu fyrir samstarfsfólki sínu. Á leiklistarbrautinni er námsefnið einskorðað við leiklist og hinar ýmsu hliðar hennar. Nemendur vinna einungis með kennurum sem hafa margra ára reynslu af kennslu og starfi sem snýst að leiklist, nemendur leikstýra ekki hver öðrum.

Leiklistarbraut Norræna lýðháskólans er fyrir þig sem vilt meira og ert tibúin/nn að gefa meira.

Norræni lýðháskólinn er tekur á móti nemendum frá öllum Nordurlöndunum sem gerir skólann að einstöku og spennandi umhverfi að starfa í. Skólinn er staðsettur í fallegu náttúruumhverfi, en þó er aðeins fimmtán mínútna gangur í alla þjónustu og hægt er að taka almenningssamgöngur inn til Gautaborgar sem iðar af lífi og menningarviðburðum.

button_sok_icl